Í Vinnuskúr Gunnars Smára voru fjörugar samræður.
Í vinnuskúrnum voru að venju margir gestir. Fyrstur kom Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.
Síðan bættust við Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Farið var yufir fréttir vikunnar frá sjónarhóli verkalýðsins, stöðuna í kjaraviðræðum, kröfur verkalýðshreyfingarinnar á stjórnvöld, laun bankastjóra, einkarekinn auðlindasjóðs, aukið samstarf íslenskra stjórnvalda við Trump-stjórnina og margt fleira.