- Advertisement -

Vinnumarkaður: Ófriður í loftinu

„…það er ekki leng¬ur óvissa um kjara¬samn¬inga á al¬menn¬um vinnu¬markaði…,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu.

„…það er ekki leng­ur óvissa um kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði…,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu. En er það svo? Nei, alls ekki. Ekki á opinbera markaðnum, svo mikið er víst.

„Ég er alveg tilbúin í þau,“ svaraði Guðríður Arnarsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara í þættinum Mýrdalssandi hér á Miðjunni, þegar hún var spurð hvort hún búi sig undir átök í komandi kjarabaráttu kennara. Engum dylst að Guðríður veit hvað hún syngur.

En Benedikt talaði reyndar bara um almenna markaðinn. „Þetta er ansi mikil einföldun af hálfu ráðherrans hvað vinnumarkaðinn varðar. Það er auðvitað rétt hjá honum að samninganefnd ASÍ ákvað að segja ekki upp kjarasamningum þrátt fyrir að forsendur þeirra hafi brostið,“ skrifar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á Facebook.

ASÍ talar niður baráttu annarra

ASÍ nýtti ekki tækifæri til að segja upp samningum,og hefur svo sem fengið bágt fyrir. „Samninganefnd ASÍ samdi hins vegar um að tryggja  aðildarfélögum ASÍ uppsagnarheimild í febrúar 2018 og ef það reynir á hana (sem verulegar líkur eru á) losna samningar þá

„Nú fær fjármálaráðherra tækifæri til þess að semja við háskólamenntaða starfsmenn ríksins í ýmsum samtökum á grunni þessarar nýju launastefnu,“ skrifar forseti ASÍ.

þegar, þ.e. 1. mars 2018,“ skrifar forseti ASÍ.

Nýkjörinn formaður VR fer fremstur, í gagnrýni á forseta ASÍ, þessa dagana. „ASÍ hefur valið að tala niður launabaráttu opinberra starfsmanna.“ Þetta segir Guðríður meðal annars i áðurnefndu viðtali. „Það er ómaklegt hjá ASÍ að setja núna alla kjarasamninga opinberra starfsmanna í gíslingu. Það er það sem ASÍ er að gera.“

Guðríður, þú ert að búa þig undir átök?

„Ég get ekki setið undir þessari orðræðu að við eigum að axla ábyrgð á hvort hér sé efnahagslegur stöðugleiki eða ekki og eiga að kyngja því að opinberir starfsmenn, sem eru talsvert lægra launasettir, komist hvorki lönd né strönd með það réttlætismál, að fá þetta bætt. Það er launaskrið á almennum markaði. Það er ekki launaskrið í skólum landsins,“ sagði Guðríður.

Ríkisfjármálaáætlun byggð á sandi?

Viðskiptaráð segir fjármálaætlun Benedikts Jóhannessonar byggða á sandi, hvorki meira né minna. Þar segir; „…fela afkomumarkmið tillögunnar ekki í sér ábyrga fjármálastefnu að mati ráðsins.“ Það er ekkert annað.

„Það er ómaklegt hjá ASÍ að setja núna alla kjarasamninga opinberra starfsmanna í gíslingu. Það er það sem ASÍ er að gera,“ sagði Guðríður í viðtali hér á Miðjunni.

Fjármálaráðherrann sagði í viðtalinu við Morgunblaðið: „Ég tel aðstæður til vaxta­lækk­ana núna og get nefnt fernt sem ekki var til staðar fyr­ir nokkru. Það er búið að mynda rík­is­stjórn, fjár­mála­stefna henn­ar ligg­ur fyr­ir þar sem sýnt er meira aðhald en áður, það er ekki leng­ur óvissa um kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði og höft­in eru far­in, sem er já­kvætt gagn­vart mats­fyr­ir­tækj­um og öðrum.“

Viðskiptaráð varar enn við; „… mögulegir áhættuþættir eru…“ „… raskanir á vinnumarkaði…“. Þetta dregur ekki úr bjartsýni ráðherrans.

En hvað um þetta frá Viðskiptaráði? „Áætluð afkoma upp á 1,6% af vergri landsframleiðslu árið 2018 þar sem forsendan er bjartsýnasta þjóðhagsspá síðan fyrir bankahrun mun seint teljast ábyrg fjármálastefna.“

Fleygur milli launþega

„Nú fær fjármálaráðherra tækifæri til þess að semja við háskólamenntaða starfsmenn ríksins í ýmsum samtökum á grunni þessarar nýju launastefnu,“ skrifar forseti ASÍ. Guðríður Arnardóttir kann honum engar þakkir fyrir. Segir hann nánast vera að hóta ríkisvaldinu. Semji það við opinbera starfsmenn þá, já þá komi ASÍ af margföldu afli, SALEK drepist endanlega og allt verði vitlaust.

„Það er ómaklegt hjá ASÍ að setja núna alla kjarasamninga opinberra starfsmanna í gíslingu. Það er það sem ASÍ er að gera,“ sagði Guðríður í viðtali hér á Miðjunni.

Það eru átök meðal launþega. Ekki bara milli þeirra á almenna markaðnum. Ekki síður innan Alþýðusambandsins.

Ljóst virðist vera, að það er sama hvað hver segir. Árið 2017 verður ekki ár friðarins. Það verða átök og ráðamenn verða að horfa yfir allt sviðið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: