- Advertisement -

Vinnumarkaður: Meiri vinna og hærri laun

Vinnumarkaður Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu nýverið atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar. Tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Atvinnuleysi-515Atvinnuleysi lækkar og atvinnuþátttaka eykst

Tvær stofnanir mæla atvinnuleysi á Íslandi, Vinnumálastofnum (VMST) og Hagstofan, og hefur atvinnuleysið minnkað samkvæmt báðum aðilum. Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára. Þegar litið er á 12 mánaða meðaltal sést einnig að leiðin hefur legið niður á við, þó ekki jafn mikið og breytingar milli einstakra mánaða segja til um.

Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan. Atvinnuþátttaka hefur farið hægt vaxandi frá árinu 2012 ásamt því að fjöldi starfandi hefur vaxið. Batinn á vinnumarkaði heldur því áfram þegar horft er til atvinnuleysis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kaupmáttur launa hefur aukist mikið á árinu

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður. Launahækkanir hafa iðulega brunnið upp í verðbólgu hér á landi. Frá árinu 2011 hafa laun hækkað um 26% en kaupmáttur launa hefur aukist um 8% á sama tíma. Myndin verður enn skýrari eftir því sem lengra er litið aftur í tímann.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: