- Advertisement -

Vinnið gegn fátækt, en nærið hana ekki

Við höfum beðið eftir réttlæti lengur en aðrir hópar og höfum ekki fengið leiðréttingu á kjörum, því miður.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar:

„Brýning til alþingismanna – að vernda þá sem minnst hafa!
Í gær 17. júní hélt forsætisráðherra ræðu sem ætluð er til að auka okkur sem landið búum kjark, getu og þor. Þar benti hún á að mikilvægi þess að standa með sjálfum sér og flýja ekki af hólmi, hrekjast ekki úr vondum næturstað í enn verri eins og Bjartur í Sumarhúsum gerði. Hún sagði enn fremur að stjórnmálaákvarðanir getu breytt lífi fjöldans.

Við þau orð vil ég staldra nú þegar fjármálaáætlun er í endurskoðun. Ég hef áhyggjur af endurskoðun fjármálaáætlunar, áhyggjur af því að sá hópur sem lengst hefur beðið eftir leiðréttingu í okkar ágæta samfélagi verði enn hafður úti í kuldanum, enn skilinn eftir. Ég hef áhyggjur af því að hópurinn, sem hefur að geyma öryrkja og fatlað fólk, hrekist, eins og Bjartur í Sumarhúsum, úr vondum næturstað í verri ef svo fer fram sem horfir. 

Þú gætir haft áhuga á þessum
Í stað þess að króna á móti krónu væri afnumin fengum við 35 aura afslátt á skerðingunni. Enn er það svo að öryrkjum og fötluðu fólki er gert að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn.

Í endurskoðun er að draga úr útgjöldum þjóðarbúsins næstu ár, þar þykir stjórnvöldum, að því er virðist, ákjósanlegast að draga úr framlögum allt að 8 milljarða sem áætlaðir voru í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Málaflokk sem í fyrri fjármálaáætlun var sveltur, þar sem ekki voru settir inn nægjanlegir fjármunir til að taka út skerðingar eða hækka örorkulífeyrir.

Við höfum beðið eftir réttlæti lengur en aðrir hópar og höfum ekki fengið leiðréttingu á kjörum, því miður. Í stað þess að króna á móti krónu væri afnumin fengum við 35 aura afslátt á skerðingunni. Enn er það svo að öryrkjum og fötluðu fólki er gert að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn.

Örorkulífeyrir er í dag 247 þús. kr. atvinnuleysisbætur eru hærri eða um 280 þús. kr. og lágmarkslaun 317 þús. kr. Það er eitthvað verulega skakkt við þetta. Í fyrsta skipti hefur það gerst að atvinnuleysisbætur eru hærri en örorkulífeyrir. Ég biðla til alþingismanna að finna aðrar leiðir til að spara í ríkisbúskapnum en þá að draga úr fjármagni til örorkulífeyrisþega. Vinnið gegn fátækt, en nærið hana ekki. Gangi ykkur vel!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: