Guðmundur Ingi Guðbrandsson varð að taka til baka fundarboð með forystu Eflingar. Óvænt varð hann, að eigin sögn, að drífa sig til Kaupmannahafnar. Kaupum það. En þá ber að spyrja. Vinna ráðherrar ekki um helgar? Hann hafði alla möguleika á að virða Eflingu, í þeirri stöðu sem þau eru í, og hitta þau í gærdag. Nei, það varð ekki.
Formaður flokks Guðmundar Inga, Katrín Jakobsdóttir, lýsti yfir óskoruðu trausti til ríkissáttasemjara.
Fyrir fáum vikum boðaði Katrín helstu gerendur í kjarabaráttunni á sinn fund. Nema Sólveigu Önnu formann Eflingar. Það var svo.
-sme