Fréttir

Vinir Viðreisnar eða Sjálfstæðisflokks?

By Miðjan

October 18, 2019

„Nú berast hins vegar fréttir af því að ekki sé nóg að gert, enn sé vilji fyrir því að Ísland fari á þennan gráa lista með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt fyrir íslensk heimili. Það eru ekki vinir okkar í Evrópusambandinu sem vilja stilla okkur svona upp heldur sérstakir vinir Sjálfstæðisflokksins úr röðum Bandaríkjamanna og Breta sem vilja þannig gera Ísland að fordæmi,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn og beindi máli sínu til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttir varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem brást við:

„Það er talað um vini Sjálfstæðisflokksins, Bandaríkjamenn og Breta — hvers konar orðfæri er þetta eiginlega? Eru sem sagt Bretar og Bandaríkjamenn ekki vinir Viðreisnar? Er Viðreisn ekki vinur Breta og Bandaríkjamanna? Er það allt í einu eitthvert skammaryrði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Bretar og Bandaríkjamenn séu vinaþjóðir okkar í alls konar samhengi, viðskiptalegu, stjórnmálalegu o.s.frv.? Ég get ekki alveg tekið undir það.“

Framhald síðar í dag.