- Advertisement -

Víndrykkja á fundum menntaráðs

„Ég hef gagnrýnt ferðir og óhófleg boð sem eru að mínu mati engan vegin í takt við nýja tíma.“ „Ef rétt ætti að vera þá ætti að draga þennan kostnað af launum bæjarfulltrúa.“ „Íbúar eiga rétt á að vita hvort það sé boðið upp á vínveitingar á fundum, hvort það sé Kópavogsbær sem greiðir eða hvort veitingar séu í boði einhvers, t.d hagsmunaaðila.“

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir.
„Sum sveitarfélög banna öll kaup á áfengi og það er nákvæmlega tiltekið hvernig veitingar má kaupa á fundi, það er líka gert til að skapa ekki mismunun þegar ein nefnd er bjóða upp á mikil gæði og aðrir bjóða ekki upp á neitt, rétt eins og skipulagsráð hér í Kópavogi.“

„Það hefur stundum verið strembið að vera í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum því það er mikill menningarmunur á sumu fólki innan meirihlutans um það hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Mér líkaði t.d illa vínkynningar og að Kópavogbær væri að kaup vín fyrir nefndarfundi, heimapartý, í ferðalög og fleira. T.d var stundum boðið upp á rautt og hvítt í menntaráði en það var ekki gert í skipulagsráði og ég vona að það hafi heldur ekki verið gert í velferðarráði,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, þegar hún gerir upp árin fjögur sem hún var í meirihluta með Sjálfstæðisflokki í bæjarstjórninni.

„Rétt að taka fram að það eru engar reglur til um þetta en ég vona að það breytist núna þegar ég hef gert kröfu um breytingar. Það er gott og vel að halda partý en stjórnmálaflokkar fá pening frá bænum til þess að reka sig sjálfir. Við erum ekki starfsmenn hjá bænum heldur stöndum við algjörlega utan kerfis.“

Bóka ekki dýrar ferðir á kostnað bæjarins

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í bæjarráði á morgun er verið að leggja fram tillögur um upphæðir til stjórnmálaflokka til samþykktar. Þá fjármuni eigum við að nota fyrir okkur sjálf,“

„Þessu tengt þá hefur mér ekki gengið vel að finna útgjaldaliðina í opnu bókhaldi fyrir rútu, dansnámskeiði, bátaleigu, vínbúðinni, fyrir bikurum, Bónus, Hafberg, Reyni Bakara ofl ofl sem tilheyra ykkur kjörnum fulltrúum.“

„Ég hef gagnrýnt ferðir og óhófleg boð sem eru að mínu mati engan vegin í takt við nýja tíma. Mín upplifun er að sumir þarna hafa unnið svo lengi hjá hinu opinbera að þetta telst algjörlega sjálfsagt. Ákvarðanir um ferðir eru ekki bókaðar í fundargerðum, jafnvel þó forsætisnefnd sé að undirbúa slíkar ferðir upp á nokkur hundruð þúsund, þau halda fundargerð en nefna ekki þessar ákvarðanir. Ef rétt ætti að vera þá ætti að draga þennan kostnað af launum bæjarfulltrúa. Í einni ferð var kostnaður uppá 30.000 á mann, sú ferð var hvergi bókuð í fundargerð og erfitt að finna eitthvað um það í opnu bókhaldi. Eftir mótmæli frá mér þá var ákveðið eftir á að draga 7.000 kr af bæjarfulltrúum en eftir standa 23.000 kr.“

Ætlar að birta ræðurnar

„Ég ætla að taka upp á því að birta ræður mínar í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili. Ég vil auka gegnsæi og breyta.

Hér er ræða mín frá því í gær – okkur ber að endurskoða siðreglur í upphafi hvers kjörtímabil því var upplagt að leggja inn nýja hugsun sem mér finnst vera í meiri takt við árið 2018.

„Forseti og ágætu bæjarfulltrúar og aðrir þeir sem eru að hlusta – ég ætla að ræða hér önnur mál, siðareglur.

Mér sýnist eftir fyrstu skoðun að það væri hægt að bæta siðareglur okkar hjá Kópavogsbæ, sérstaklega 2. gr. sem heitir „Gæsla almannahagsmuna“ en víða í öðrum sveitarfélögum heitir þessi liður „Starfskyldur kjörinna fulltrúa“ sýnist á innihaldi að þetta séu sambærilegar greinar. Greinin er víða í öðrum sveitarfélögum ítarlegri og mér finnst mikilvægt að ræða það hér í bæjarstjórn enda er í siðareglum lagðar áherslur á að skilgreina háttsemi í öllum störfum bæjarfulltrúa. Heilt yfir í þessum reglum er kveðið á um að ávallt skuli hafa í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu. Siðareglur er rammi um okkar háttsemi næstu fjögur árin og til að lágmarka óvissu ættum við hreinlega með reglubundum hætti að vera með umræðu og fræðslu um inntak siðareglna.

Á síðasta kjörtímabili lögðum við mikla áherslu á að auka gegnsæi og bæta ákvarðanaferla, fara í faglega stefnumótun, með skýrri framtíðasýn, hlutverki okkar og gildi. Og við stefnum hátt í góðri stjórnsýslu. Þetta er gott og vel en við þurfum líka að endurskoða okkur sjálf samhliða þessari faglegu vinnu. Siðareglur eru tilvaldar til þess að draga fram einkenni þess hlutverks sem kjörinn fulltrúi er í og glæða skilning á þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem fylgir hlutverkinu. Traust milli aðila verður til þegar lítill vafi leikur á hlutverki, skyldum og réttindum en að sama skapi glatast traustið í mannlegum samskiptum þegar fólk sem gegnir ákveðnu hlutverki getur ekki gert grein fyrir þeim forsendum sem liggja hlutverkinu til grundvallar.“

Það er mikill menningarmunur á okkur. Við þurfum að virða ólíkar skoðanir og taka tillit. Það er ekki tækt að koma fólki í óþæginlega stöðu með því að bjóða upp á eitthvað sem öðrum líkar ekki. Það vita flestir hér inni um hvað ég er að tala. Ég þigg ekki veitingar nema í tengslum við fundi.

Íbúar fái að vita um víndrykkju á fundum

„Við vitum öll,“ segir í ræðunni, „…að þverrandi traust til stjórnmálamanna og ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu drógu fram þær kröfu um að settar séu siðareglur. Samfélagið breytist ekki nema við gerum kröfur um breytingar og við verðum þá að byrja á okkur sjálfum. Þegar kemur að gæðum sem við sjálf tökum ákvarðanir um til okkar (eins glatað og það er að þurfa að gera það) þá geri ég skýra kröfu um gagnsæi í ákvarðanatöku. Ég vil að íbúar viti allt, ég vil að það sé auðvelt aðgengi að upplýsingum, sama hvort það séu veitingar á fundum, kostnaður við að reka sundlaug eða hvað það kostar að reka einn leikskóla. Íbúar eiga rétt á að vita hvort það sé boðið upp á vínveitingar á fundum, hvort það sé Kópavogsbær sem greiðir eða hvort veitingar séu í boði einhvers, t.d hagsmunaaðila. Við sem hér erum, með þetta mikla vald, við erum ólík. Það er mikill menningarmunur á okkur. Við þurfum að virða ólíkar skoðanir og taka tillit. Það er ekki tækt að koma fólki í óþægilega stöðu með því að bjóða upp á eitthvað sem öðrum líkar ekki. Það vita flestir hér inni um hvað ég er að tala. Ég þigg ekki veitingar nema í tengslum við fundi. Mér finnst afleitt að vera sett í óþægilega stöðu en það eina sem ég get farið fram á er að reglum verði breytt og gera kröfu um að slíka ákvarðanir séu bókaðar í fundargerðum á fundum en ekki ákveðnar í tölvupóstum eða utan fundar.“

„Þessu tengt þá hefur mér ekki gengið vel að finna útgjaldaliðina í opnu bókhaldi fyrir rútu, dansnámskeiði, bátaleigu, vínbúðinni, fyrir bikurum, Bónus, Hafberg, Reyni Bakara ofl ofl sem tilheyra ykkur kjörnum fulltrúum.“

Engir reikningar fyrir rútum, dansnámskeiðum, bátaleigu eða áfengi

„Það er í anda gagnsæi og góðrar stjórnsýslu að ákvarðanir um ferðir og veitingar fyrir kjörinna fulltrúa verði skýrari. Að settar verði skýrar og gagnsæjar reglur um hvað má bjóða upp á á fundum og hver greiðir hvað þegar kemur að öðrum viðburðum. Undanfarið hef ég rætt við marga um þessi mál, innri endurskoðendur, fyrrum bæjarstjóra víða um land og fleiri og það er samhljómur í því að svona mál geta valdið mikilli tortryggni og það þurfa að vera skýrar reglur. Sum sveitarfélög banna öll kaup á áfengi og það er nákvæmlega tiltekið hvernig veitingar má kaupa á fundi, það er líka gert til að skapa ekki mismunun þegar ein nefnd er bjóða upp á mikil gæði og aðrir bjóða ekki upp á neitt, rétt eins og skipulagsráð hér í Kópavogi, (menntaráð býður upp á vín og snittur hef ég heyrt við ákveðin tilefni )
Þessu tengt þá hefur mér ekki gengið vel að finna útgjaldaliðina í opnu bókhaldi fyrir rútu, dansnámskeiði, bátaleigu, vínbúðinni, fyrir bikurum, Bónus, Hafberg, Reyni Bakara ofl. ofl. sem tilheyra ykkur kjörnum fulltrúum. Mér þykir það afleitt að þetta sé ekki algjörlega skýrt fyrir íbúum hvaða gæði við erum að taka okkur.
Siðareglur eru safn leiðbeininga um góða framkvæmd og veita leiðsögn, hvetja til faglegra vinnubragða, draga úr vandamálum við matskenndar ákvarðanir og auka traust á stjórnsýslunni. Ábyrgð verður skýrari, hvetja okkur til þess að beita valdi okkar af hófsemi og í almannaþágu.
Eg tek undir að forsætisnefnd taki siðareglurnar til endurskoðnar og að hugleiðing mín hér verði virt,“ skrifar Theodóra S. Þorsteinsdóttir.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: