Það eru ekki bara „villikettirnir“ í Sjálfstæðisflokki sem leggjast þvert á framtíðarsýn Vinstri grænna um hálendisþjóðgarðinn. Meira að segja er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og einn af oddvitum ríkisstjórnarinnar, segir líka nei. Vinstri græn eru með allt í skrúfunni í þessu máli, sem og sumum öðrum.
„Hugsunargangur og stjórnkerfi í frumvarpi um hálendisþjóðgarð sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi gengur ekki upp. Það er hlutverk okkar að tryggja aðgengi framtíðarkynslóða að sjálfbærum endurnýjanlegum orkugjöfum, jafnt til heimilisþarfa og grænnar atvinnuuppbyggingar,“ skrifar Ásmundur Friðriksson, sem fer fremst allra „villikattanna“ í málinu í langloku í Mogga dagsins.
Í frétt í Mogganum segir: „„Ég samþykki ekki frumvarpið eins og það liggur fyrir núna,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann telur að ekki sé horft heildstætt til þeirra víðtæku hagsmuna, t.d. í orkumálum, sem hálendisþjóðgarður snertir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir samtal við fólk sem kunnugt sé staðháttum á hálendinu og sinni vörslu þess vel hafa mistekist. Í sveitunum, til dæmis á Suðurlandi, sé mikil andstaða við málið.“