- Advertisement -

Villi vill hvalveiðileyfi til fimm ára

Við sem þjóð sem höfum byggt okkar samfélag upp á auðlindanýtingu getum ekki látið öfgafólk stoppa okkur af í að nýta okkar auðlindir skv. gildandi lögum og veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun!

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Mig setur hljóðan við að sjá hversu langt menn virðast ganga til að reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda sjálfbærar hvalveiðar hér á landi.

Þessar sífelldu árásir á atvinnuöryggi minna félagsmanna sem hafa haft atvinnu af hvalveiðum eru gjörsamlega orðnar óþolandi með öllu og Verkalýðsfélag Akraness mun halda áfram að verja atvinnuöryggi sinna félagsmanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvalur er að greiða uppundir 1,2 milljarð í laun á ári þegar fyrirtækið fær frið til að stunda sínar veiðar.

Ég vil upplýsa að skv. Hagstofunni þá eru útflutningstekjur Hvals frá árinu 2010 21 milljarðar og Hvalur er að greiða uppundir 1,2 milljarð í laun á ári þegar fyrirtækið fær frið til að stunda sínar veiðar.

Það er með ólíkindum að verða vitni af þessum árásum frá hinum ýmsu öfgasamtökum og öfga stjórnmálaflokkum. Já, flokkum sem fótum troða stjórnsýslulög, andmælarétt og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja sem eru jú varin í stjórnarskrá lýðveldisins.

Ég vil minna á að uppundir 200 fjölskyldur byggja lífsafkomu sína á veiðum og vinnslu hvalaafurða á meðan á vertíðinni stendur og þessar veiðar skipta okkur Akurnesinga og nærsveitunga gríðarlegu máli. Nægir að nefna góða tekjumöguleika, góðar útsvarstekjur og hin fjölmörgu afleiddu störf sem veiðarnar skapa.

Við sem þjóð sem höfum byggt okkar samfélag upp á auðlindanýtingu getum ekki látið öfgafólk stoppa okkur af í að nýta okkar auðlindir skv. gildandi lögum og veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun!

Ég skora á matvælaráðuneytið að gefa út leyfi til næstu 5 ára enda ljóst að ekkert fyrirtæki getur starfað án þess að hafa fyrirsjáanleika í sinni starfsemi


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: