Munað er að Bjarni Benediktsson hafði þingsæti af Vilhjálmi Bjarnasyni, Villa Bjarna, við síðustu þingkosningar. Upp á sitt einsdæmi breytti Bjarni niðurstöðu prófkjörs og hafði þannig þingsæti af Villa. Villi skuldar Bjarna ekki neitt. Sem sjá má í nýrri Moggagrein Villa.
„Það er með miklum ólíkindum að fjármála- og efnahagsráðherra skuli bera fram á vettvangi Alþingis það frumvarp, sem hér til umræðu,“ skrifar Villi um Bjarna. „Samtöl ráðherra við verkalýðsrekendur geta aldrei bundið vilja Alþingis. Sérstaklega þegar samtalið varðar að mestu aðra en þá sem verkalýðsrekendur þykjast hafa umboð fyrir. Verkalýðsrekendur geta aðeins samið um kaup og kjör, og þrifnað á vinnustöðum. Önnur mál geta verið umræðuefni til ábendingar.“
Þarna er Villi að fjalla um bann við fjörutíu ára húsnæðisánum. „Fjármála- og efnahagsráðherra lætur sig hafa það að bera fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um „vexti og verðtryggingu“ nr. 38/2001. Efni frumvarpsins felst að mestu í afnámi mannréttinda hjá heiðvirðu fólki, þar sem samningar heiðvirðs fólks hafa dugað.“
Villi er kunnur af áhuga á menningu, ekki síst bókmenntum. Bjarni ekki. Villi skrifar og hnýtir í Bjarna:
„En eins og skáldið segir í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins: „Öll skáld eru helvítis ræflar og óbótamenn, nema hann Hallgrímur heitinn Pétursson.“
Eðlilega er Villi sár og reiður formanni sínum. Hann sækir fast að þingsæti í komandi kosningum. Allt eins má reikna með að Bjarni leggi aftur steina í götu sveitunga síns, Vilhjálms Bjarnasonar.