- Advertisement -

Villi Bjarna og sérvaldi þingmaðurinn

Létt er að skilja Vilhjálm Bjarnason, Villa Bjarna, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og núverandi varaþingmann, að hann sakni fyrri stöðu. Þannig er að það fólk sem kaus í síðasta prófkjöri flokksins valdi Villa fremur en Bryndísi Haraldsdóttur.

Bjarni Benediktsson var í vondum málum. Að óbreyttu hefðu þessir skipað framboðslistann: Bjarni, Jón Gunnars, Óli Björn og Villi Bjarna. Bjarna leist ekkert á. Bryndís Haraldsdóttur úr Mosfellsbæ var næst á eftir Villa. Með handafli færði Bjarni Bryndísi framar. Villa missti þar af þingsætinu, sem hann hafði áður.

Fyrir síðustu kosningar sátu bæði Villa og Bryndís á Alþingi, en flokkurinn tapaði drjúgt í kosningunum. Það er svo önnur saga.

Jæja, í dag skrifar Villi Bjarna í Moggann. Sárindin leyna sér ekki. Hann nefnir Bryndísi sem sérvalinn þingmann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni Benediktsson var í vondum málum.

Villi skrifar og gerir sér upp erindi til að hnýta í Bryndísi:

„Sérvalinn alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir, vill innleiða frjálsræði við meðferð á jarðneskum leifum þeirra sem brottgengnir eru. Um þessar hugmyndir þingmannsins má lesa í pistli á visir.is.

Við lesturinn rifjaðist upp fyrir mér frásögn af því þegar dreifa átti ösku látins sjómanns nokkurs í úthafið.

Skipið, sem flutti syrgjendur með öskuna á haf út, nam staðar og prestur fór með bæn. Viðstaddir stilltu sér upp þannig að öskunni yrði dreift undan vindi.

Dreifing ösku hófst en skyndilega snerist vindáttin og dreifðist askan með vindkviðu á viðstadda.

Flestir tóku nokkuð af hinum látna í nefið og hnerruðu.

Er ekki rétt og eðlilegt að viðhafa ákveðinn aga og sýna hinum brottgengnu fulla virðingu, en ekki að keppast í frumlegheitum við dreifingu á ösku?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: