Stjórnmál

Villi Bjarna ætlar í prófkjör

By Miðjan

September 09, 2020

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og núverandi varaþingmaður, fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kraganum, boðar þátttöku í prófkjöri fyrir næstu þingkosningar.

Villa var ýtt niður listann þar sem fjórir karlar skipuðu efstu sætin samkvæmt prófkjörinu. Bjarni Benediktsson formaður fórnaði Vilhjálmi fyrir Bryndísi Haraldsdóttur. Vilhjálmur er og hefur verið ósáttur við þetta.

„Fyrir fjórum árum stóð yfir prófkjör. Það líður senn að næsta prófkjöri. Ég vona að leikreglur í kosningum í Hvíta Rússlandi verði ekki viðhafðar í  því prófkjöri. Það lágu fyrir úrslit og þeim var hagrætt!“ Þannig skrifar hann á Facebook.

Jón Kristinn Snæhólm skrifar: „Samkvæmt prófkjörs reglum flokksins varst þú ekki með bindandi kosningu og uppstillinganefnd því heimilt að breyta niðurstöðu prófkjörs. Þú varst ekki sá eini sem færðist til. Mörg dæmi þessa eru til í sögu prófkjöra Sjálfstæðisflokksins og annara flokka. Hitt er svo annað mál hvort að rödd þín eigi heima á Alþingi. Persónulega tel ég svo vera.“