Forsetakosningar 2024 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, skorar á Katrínu Jakobsdóttur til að fara í forsetaframboð. Vilhjálmur skrifar:
„Það vona ég!
Ég skora á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að bjóða sig fram til forseta Íslands, enda er ég ekki í nokkrum vafa um að hún myndi gegna því embætti með miklum sóma fyrir íslenska þjóð.
Ástæða þess að ég skora á Katrínu er að ég hef átt í töluverðum samskiptum við Katrínu forsætisráðherra í kjölfar kjarasamninga í gegnum árin og hafa þau samskipti ætíð verið byggðar upp á trausti, trúnaði og heiðarleika.
Í mínum samskiptum við Katrínu sem forsætisráðherra hef ég aldrei fundið fyrir yfirlæti, hroka, snobbi eða annarri óþægilegri nærveru sem einkennir sumt fólk sem fer með mikil völd. Öðru nær þá er mitt mat að hún sé alþýðuleg og það er þannig forseta sem við þurfum.
Ég get svo sem sagt að ég deili ekki alveg sömu pólitískum skoðunum og hennar flokkur, en mitt mat er að Katrín er kraftmikil kona sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á stjórnskipan Íslands og yrði afar góður kostur fyrir þjóðina sem forseti Íslands.
Ég ítreka því áskorun mína um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem forseti Íslands í komandi forsetakosningum. Vil taka það skýrt fram að hér er um mína persónulega skoðun um að ræða og virði ég svo sannarlega aðrar skoðanir hvað þessa áskorun varðar.“