Vilhjálmur Birgisson skrifaði:
Það er gjörsamlega grátbroslegt þegar kallað er í Henry Alexander Henrysson, „heimspeking“ og fulltrúa í „fagráði“ um dýravelferð, til að fjalla og gefa álit á nýju veiðileyfi Hvals hf.
En þessi aðili er einn harðasti andstæðingur hvalveiða sem fyrirfinnst á Íslandi, en hann á að vera hlutlaus enda situr hann í þessu blessaða „fagráði“ sem skilaði inn áliti til Svandísar Svarvarsdóttur fyrrverandi matvælaráðherra. En hún byggði sína niðurstöðu við banni við hvalveiðum á árinu 2023 á áliti frá þessu fagráði og nú geta menn og konur velt því fyrir sér hvort þessi aðili í fagráðinu hafi verið hlutlaus við gerð álitsins.
Henry Alexander er svo gjörsamlega vanhæfur sem fulltrúi í þessu svokallaða „fagráði“ að önnur eins vanhæfing hefur ekki sést enda harðasti andstæðingur hvalveiða á Íslandi.
Ég fagna því innilega að búið sé að eyða óvissu með afkomu 200 fjölskylda vegna komandi vertíðar sem mun skila þjóðarbúinu nokkrum milljörðum í útflutningstekjur.
En frá árinu 2010 hafa hvalveiðar skilað 21 milljarði núvirt í útflutningstekjur en stórhluti þeirra tekna verður eftir hér á Akranesi og nærsamfélögum.
Nú þarf að auka verðmætasköpun í íslensku samfélagi og ekki veitir af því án gjaldeyrisskapandi atvinnugreina munum við ekki ná að auka og viðhalda velferð hér á landi!