Fréttir

Villi Birgis er ekki hissa á ömurlegri stöðu ríkisstjórnarinnar

By Miðjan

July 04, 2023

Núverandi ríkisstjórn. Allt virðist vera á fallandi veiði.

Ríkisstjórnin þarf að þola fádæma slæma stöðu. Vantraust fólks á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mikið. Vangtraustið hefur sjaldan mælst meira.

Vilhjálmur Birgisson á Akranesi er ekki hissa á þessari stöðu;

Ég er ekki hissa og nægir að nefna að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn standa ekki einu sinni vörð um atvinnufrelsi launafólks og fyrirtækja skv. 75. gr. stjórnarskrár.

Virðast þessir flokkar ætla að láta að láta þessa geræðsilegu og hápólitísku ákvörðun matvælaráðherra standa óhaggaða þrátt fyrir að yfirgnæfandi líkur eru á að um lögbrot matvælaráðherra sé um að ræða í þessu máli.

Horfa aðgerðalausir á þar sem meðalhófsreglu og andmælarétti starfsmanna og fyrirtækisins er sturtað niður í holræsið með þeim afleiðingum að starfsmenn Hvals verða af launatekjum sem nema 1,2 milljarði.

Það ömurlegt að sjá og verða vitni að aðgerðaleysi þingmanna norðvesturkjördæmis í þessu máli, það á ekki við alveg um alla, en langflesta því miður!