- Advertisement -

Vill vita um mengun í Hellisheiðarvirkjun

Ólafur Ísleifsson. „Hversu stórum hluta þessara eiturefna er fargað með því að dæla vatni menguðu af eiturefnum og öðrum mengandi efnum í jörðu?“

Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hefur lagt fram átta spurningar fyrir Guðmund Inga Guðbrandssonar, um mengun og afleiðingar hennar í og við Hellisheiðarvirkjun.

„Hvaða eiturefni og önnur mengandi efni falla til við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun og hvert er magn þeirra hvers um sig við framleiðslu yfir heilt ár?“ Þannig hljómar fyrsta spurningin og í framhaldi af henni kemur þessi: „Hversu stórum hluta þessara eiturefna er fargað með því að dæla vatni menguðu af eiturefnum og öðrum mengandi efnum í jörðu?“

Ólafur spyr um hvaða rannsóknir, þar á meðal rennslismælingar, og hvaða rannsóknir liggja því til grundvallar að beita þessari aðferð við förgun umræddra eiturefna?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hinar spurningarnar eru þessar:

Hvernig er háttað eftirliti opinberra aðila með starfseminni með tilliti til mengunarvarna?

Er til áhættumat um förgun eiturefna sem falla til við starfsemi virkjunarinnar og er það endurnýjað reglulega? Hverjar eru niðurstöður nýjasta mats af því tagi?

Liggur fyrir viðbragðsáætlun sem gerð er í ljósi áhættumats? Hverjar eru skyldur og ábyrgð einstakra aðila sem að málinu koma?

Hefur verið könnuð hagkvæmni þess að farga eiturefnum á annan hátt en með niðurdælingu til þess að fyrirbyggja hættu á mengun vatnsbóla á vatnsverndarsvæðum höfuðborgarsvæðisins í grennd við virkjunina?

Telur ráðherra samrýmast vatnsverndarsjónarmiðum að dæla í jörð vatni frá Hellisheiðarvirkjun menguðu af eiturefnum og öðrum mengandi efnum? Hver er rökstuðningurinn fyrir áliti ráðherra?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: