Fréttir

Vill vita hvað kostar að afturkalla olíuleyfin

By Miðjan

March 24, 2017

Hvað myndi kosta að afturkalla þau leyfi, sem hafa verið gefin út, til olíuleitar? Það er Halldóra Mogensen Pírati sem spyr iðnaðarráðherrann, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, um þetta.

Halldóra spyr einnig hversu mörg leyfi eru í gildi, hverjir hafi leyfin og hver gildistími þeirra er.

Þá spyr hún hvort réttindi til borunar öllum leyfum eða einhverjum þeirra og hvort til standi að veita fleiri leyfi.