Fréttir

Vill virkja einkaframtakið í heilbrigðisþjónustu

By Miðjan

March 18, 2014

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi fyrir skömmu að hann sé áhugamaður um að auka hlut einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hann sagði hlut einkaaðila mun minni hér en til að mynda í Svíþjóð. „Við getum aukið framlegðina,“ sagði Bjarni og átti orðastað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna.

„Þetta er athyglisverð yfirlýsing,“ sagði Katrín og bætti við að hún sýni hvað er í undirbúningi og nú sjáist hvert ríkisstjórn Íslands stefnir.

Bjarni nefndi Salastöðina í Kópavogi sem dæmi um árangur einkarekinnar heilsugæslu. Hann sagði afköstin þar um sextíu prósentum meiri en annarsstaðar og kostnaðurinn þar sé að auki lægri.