- Advertisement -

Vill viðurlög við launaþjófnaði

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Það er gríðarlega mikilvægt að gera launaþjófnað og gróf kjarasamningsbrot atvinnurekenda refsiverðan í lögum.

Við vitum öll hvað gerist ef framið er skipulagt rán þar sem fjármunum er stolið eins t.d. eins og í bönkum, verslunum og svo framvegis jú lögreglan er kölluð til, jafnvel sérsveitin og ef viðkomandi ræningi næst er honum oft stungið í fangelsi og jafnvel krafist gæsluvarðhalds.

En ef atvinnurekandi verður uppvís að skipulögðum launaþjófnaði jafnvel upp á milljónir þá nægir atvinnurekandanum að greiða það til baka án þess að hljóta neina refsingu eða sekt. Þessu þarf að breyta í komandi kjarasamningum og krefja löggjafann um að sett verði lög þar sem skipulagður launaþjófnaður og gróf kjarasamningsbrot verði gerð refsiverð og háum sektum beitt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: