Ásmundur Friðriksson þingmaður skrifaði á Facebook:
„Íslendingum sem ferðast erlendis og aka um á góðum hraðbrautum finnst eðlilegt að greiða veggjald fyrir afnot af vegakerfi heimamanna.
Viljum við ekki að það sama gildi um erlenda ferðamenn á Íslandi sem eru 22% af umferðinni á þjóðvegum landsins. Okkur munar um 22% greiðsluþátttöku erlendra ferðamanna þegar áætlanir segja að kostnaðurinn við vegakerfið á næstu árum og áratugum verði 400 milljarðar.
En gjaldið má ekki vera hærra en ávinningurinn af greiðari umferð um nýja og betri vegi og vegamannvirki.“
Birgir Þór Sæmundsson er ekki sáttur við skoðun þingmannsins og skrifar:
Allir sem aka bíl, hafa borgað skatta til vegagerðar, með eldsneytis sköttum, bifreiðasköttum, sköttum af varahlutum og olíum, sköttum af innkaupsverði bíla ofl. ofl. Kominn tími til að þið pólitísku business menn sýnið þegnunum lágmarks virðingu fyrir það sem er mokað undir ykkur. Við eigum betra skilið. Þið skilið aðeins inn 26 Milljörðum af teknum 85 Milljörðum til vegagerðar ! Hvert fer mismunurinn ? Ég krefst svara.