Guðlaugur Þór og Rósa Björk.

Stjórnmál

Vill utanríkisráðherra á nefndarfund

By Ritstjórn

January 09, 2020

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum, skrifar á Facebook:

Nýtt ár sem byrjar með gagnkvæmum árásum og hótunum milli Bandaríkjanna og Írans veldur ugg og óvissu um afleiðingar stórkarlalegra upphrópana. Þetta er ekki einfaldur leikur karla sem fela sig á bakvið Twitter, heldur snýst um líf venjulegs fólks sem verður alltaf mest fyrir barðinu á öllu stríðsbrölti. Ísland verður að taka afdráttarlausa afstöðu gegn hótunum um stríð og hernaðarárásum á svæðinu, svæði þar sem viðkvæmt stjórnmalaástand getur breyst í púðurtunnu á skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum eins og við vitum. Líka á utanríkisstefnu Íslands eins og við þekkjum af biturri reynslu. Og alveg sérstaklega þegar æðsti valdamaður Bandaríkjanna er jafn óáreiðanlegur, hvatvís og ótraustur og raunin er núna. Ég hef kallað eftir því að utanríkisráðherra komi sem fyrst á fund utanríkismálanefndar þingsins til að ræða ástandið milli Íran og BNA, áhrif gagnkvæmra árása á svæðið, hvaða stefnu og sýn íslensk stjórnvöld hafa á málið, mögulega framvindu og þá áhrif. Hvort ráðherra hafi verið í samskiptum við bandarísk stjórnvöld eða önnur stjórnvöld vegna árásarinnar á Suleimani, og þá hver þau samskipti hafa verið.