Mynd: Kjarninn.

Stjórnmál

Vill svifta Voga skipulagsvaldi

By Miðjan

March 26, 2021

Ásmundur Friðriksson vill svifta sveitarfélagið skipulagvaldi þar sem sveitarfélagið hefur hafnað langingu Suðurnesjalínu 2.

„Á miðvikudaginn hafnaði bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. En áður höfðu sveitarfélögin Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa sveitarfélaganna þriggja. Enn á ný er þetta mikilvæga öryggis- og framfaramál fyrir Suðurnes komið á byrjunarreit og finnst mörgum nóg um eftir 17 ára þrautagöngu. Fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum stöðvar með þessu orkuskipti á Suðurnesjum, eykur óvissu í afhendingaröryggi og flutningsgetu raforku fyrir atvinnulíf og heimili á svæði þar sem mesta atvinnuleysi í landinu hrjáir samfélagið. Í ljósi þessa alls og þeirra náttúruhamfara sem eru í gangi á Reykjanesi er aðkallandi að málið verði klárað á þessu þingi til þess að koma í veg fyrir frekari tafir málsins og flýta því að framkvæmdir geti hafist,“ sagði Ásmundur Friðriksson.

„Ég mælti fyrir frumvarpi um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 og gekk það til umhverfis- og samgöngunefndar að lokinni 1. umr. þann 3. mars síðastliðinn. Með frumvarpinu yrði skipulagsvald með framkvæmdum Suðurnesjalínu 2 til Landsnets flutt frá sveitarfélögum til löggjafans.

„Það er aðkallandi að skipulagsvald mikilvægra innviða í landinu sé á æðra stjórnsýslustigi svo eitt sveitarfélag geti ekki komið í veg fyrir eðlilega uppbyggingu mikilvægra innviða fyrir einstaka landshluta eða landið allt. Markmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi og flutningsgetu, en framkvæmdin er mikilvæg fyrir meginflutningskerfið og tengingu milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt skýrslu orkuspárnefndar, Raforkuspá 2018–2050, og framtíðaráætlunum sveitarfélaga á Suðurnesjum mun eftirspurn eftir raforku aukast hraðar þar en annars staðar á landinu. Stafar það m.a. af áformum um aukna raforkunotkun gagnavera á Suðurnesjum, auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli og örari fólksfjölgun. Suðurnesjalína 2 er framkvæmd sem er mikilvæg út frá þjóðarhagsmunum og því þarf ekki að fjölyrða um brýna nauðsyn þess að ráðast í hana.

Óviðunandi töf hefur nú þegar orðið á málinu sem velkst hefur í kerfinu árum saman.“