Vill sparifé fólks í áhætturekstur
Óli Björn Kárason, sem er fremstur þingmanna Sjálfstæðisflokksins, ítrekar í Moggagrein í dag, vilja sinn til að almenningur taki þátt í kaup og sölu hlutabréfa fyrirtækja. Vill að fólk taki þátt í áhætturekstri íslenskra fyrirtækja.
Fyrir á allur almenningur meirihluta í mörgum fyrirtækjum með eign sinni í lífeyrissjóðum. Sumum kann að þykja það nóg. Í Moggagreininni skrifar Óli Björn:
„Undir lok síðasta árs lagði ég ásamt nokkrum samherjum mínum fram frumvarp þar sem einstaklingum er veitt heimild, með ákveðnum takmörkunum, til að draga frá tekjuskatti kaup á skráðum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og hlutabréfasjóðs sem eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað eða fjárfesta eingöngu í skráðum hlutabréfum. Markmið okkar er ekki aðeins að byggja undir skilvirkan hlutabréfamarkað heldur ekki síður að samþætta betur hagsmuni launafólks og fyrirtækjanna. Frumvarpið er skref í þá átt að láta gamlan draum rætast um að fyrirtæki geti boðið starfsmönnum sínum eignarhlut og þar með hlutdeild í arðsemi fyrirtækisins. Frumvarpið er lítið dæmi um að hverju þarf að huga til framtíðar.“
Trúlega er fáum þetta efst í huga þessa dagana.