- Advertisement -

Vill „redda“ velferðarkerfinu

Heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum.

„Fjármuni skortir til að ráðast í nauðsynlegar úrbætur á íslenska velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum, bætur almannatrygginga duga ekki til framfærslu og bilið milli hinna ríku og fátæku eykst ár frá ári.“

Það var Inga Sæland sem sagði þetta á Alþingi. Hún vill að gerð verði gangskör til úrbóta í velferðarkerfinu.

Utan dagskrár, hvenær hætta peningar að vera peningar og verða fjármagn?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Undanfarin ár hafa lífeyrissjóðirnir sætt gagnrýni fyrir að fjárfesta í áhættusömum fyrirtækjum, greiða stjórnarmönnum ofurlaun og styðja viðskipti sem sjóðfélögum blöskrar.

Inga hélt áfram og sagði: „Því er nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs og nýta þær í þágu fólksins. Eins og Flokkur fólksins segir: Fólkið fyrst. Skattlagning við innlögn í lífeyrissjóð í stað útgreiðslu er sársaukalaus leið til að stórauka tekjur ríkissjóðs og gerir honum kleift að styrkja velferðarkerfið án þess að skerða ráðstöfunartekjur almennings.“

Inga mælti þarna fyrir tillögu sinni um að ú verði teknir af innborgunum í lífeyrissjóða í stað þess að skattar séu greiddir við útborgun lífeyris. Eins og nú er gert.

„Á síðustu árum hafa eignir lífeyrissjóðanna stóraukist og eru nú tæplega 5.000 milljarðar kr. samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands. Inngreiðslur í samtryggingarsjóði nema yfir 200 milljörðum kr. á ári. Árið 2000 námu eignir lífeyrissjóðanna um 80% af vergri landsframleiðslu en árið 2017 var hlutfallið komið í 157% samkvæmt hagtölum lífeyrissjóða sem birtast á vef Landssamtaka lífeyrissjóða, lífeyrismál.is. Það er áhyggjuefni hve mikil umsvif lífeyrissjóðanna eru í íslensku viðskiptalífi. Stjórnir þeirra eru skipaðar fulltrúum verkalýðsfélaga og atvinnulífsins sem síðan skipa stjórnarmenn til að sitja fyrir hönd sjóðanna í stjórnum fyrirtækja sem sjóðirnir eiga sjálfir hlut í. Þannig eru tengslin á milli eigenda fjármagnsins (sjóðfélaga sjálfra) og þeirra sem annast fjárreiður lífeyrissjóða lítil sem engin. Útkoman er sú að stór hluti íslenskra fyrirtækja er í eigu óvirkra aðila sem starfa samkvæmt lögbundinni ávöxtunarkröfu en ekki vilja sjóðfélaga. Undanfarin ár hafa lífeyrissjóðirnir sætt gagnrýni fyrir að fjárfesta í áhættusömum fyrirtækjum, greiða stjórnarmönnum ofurlaun og styðja viðskipti sem sjóðfélögum blöskrar. Með því að greiða skatta af iðgjöldum við innlögn í lífeyrissjóði má sporna gegn því að lífeyrissjóðirnir verði óeðlilega stórir miðað við stærð hagkerfisins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: