Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur lagt fyrir borgarráð tillögu um að samþykkt verði birta á vef Reykjavíkurborgar lista með upplýsingum um allar nefndir, ráð og starfshópa á vegum borgarinnar. Þar skulu jafnframt koma fram upplýsingar um það hvort um launuð störf sé að ræða og þá fjárhæð þóknana.
Kolbrún rökstyður má sitt:
Flokkur fólksins leggur það til að settur verði saman ítarlegur listi yfir allar nefndir, ráð og starfshópa sem starfa á vegum borgarinnar og hverjir eru launaðir og hver sé upphæð þóknana. Listann skal birtur á vef borgarinnar þar sem hann er sýnilegur, aðgengilegur og uppfærður reglulega.
Til að auka trúverðugleika er þrennt sem skiptir mestu máli, gegnsæi, heiðarleiki og lýðræðisleg vinnubrögð.
Til að eyða efasemdum og vantrausti er fátt eins öflugt og að veita ítarlegar upplýsingar um hlutina og gera það af heiðarleika og einurð.
Fjölmargir borgarbúar hafa spurt um :
- Nefndir, ráð og hve margir stýri- og starfshópar og nefndir aðrar en fastanefndir og stjórnir eru á vegum borgarinnar. Fólk vill og á rétt á að þessar upplýsingar séu aðgengilegar og uppfærðar reglulega.
- Hvaða nefndir/hópar, stjórnir eru launaðar og hverjar eru þóknanirnar?
- Hve margir þiggja þóknanir vegna setu í nefndum, ráðum, hópum og stjórnum?