- Advertisement -

Vill nýja sundlaug í Breiðholtið

Kolbrún Baldursdóttir:
Árið 2009 var aðsókn 204.047 en árið 2019 432.219.

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, berst fyrir að byggð verði ný sundlaug í Breiðholti, helst í Mjóddinni.

„Tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að byggð verði önnur sundlaug í Breiðholti sem staðsett yrði t.d. í Suður Mjódd hefur verið felld með þeim rökum „að nóg sé af góðum sundlaugum í borginni og að verið sé að byggja nýja sundlaug í Úlfarsárdal, Fossvogi og í Ártúnshöfða“,“ segir í borgarrásbókun Kolbrúnar.

„Breiðholtið er risastórt hverfi og í því er aðeins ein sundlaug. Í hverfinu öllu búa 22-24 þúsund manns. Það segir sig sjálft að ein sundlaug dugar varla til að annast þjónustu við hverfisbúa. Áætlað er að byggja mikið í Breiðholti næstu misserin sbr. nýtt hverfisskipulag. Um er að ræða allt að 2.000 íbúðir þegar allt er tiltekið þar af nýjar íbúðir í Mjódd sem gætu orðið ca. 600 og aukaíbúðir í sérbýli mögulega ca. 500-700. Nýtingartölur í Sundlaug Breiðholts hafa hækkað jafnt og þétt frá 2009. World Class opnaði líkamsræktarstöð við hlið laugarinnar 2017 og fjölgaði gestum laugarinnar þá umtalsvert. Árið 2009 var aðsókn 204.047 en árið 2019 432.219. Til samanburðar eru þrjár sundlaugar í Hafnarfirði en þar búa um 28 þúsund manns. Nú er staðan þannig að erfitt ef ekki ógerlegt er að fara í sund milli 8-16. Það er því brýnt að skoða að byggja aðra sundlaug í hverfinu,“ segir Kolbrún.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: