Fréttir

Vill niðurskurð hjá borgarstjóranum

By Miðjan

August 30, 2018

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, leggur til á fundi borgarráðs í dag nokkrar tillögur um niðurskurð hjá borginni. Hún leggur fram sex tillögur:

 

  1. Farið verði tafarlaust í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í grunnþjónustu.
  2. Farið verði tafarlaust í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar.
  3. Tekið verði tafarlaust upp ráðningarstopp í stjórnsýslu Reykjavíkur en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum verði hlíft.
  4. Dregið verði úr utanferðum kjörinna fulltrúa og embættismanna borgarinnar og skilagrein gerð fyrir hvers vegna ferð var farin.
  5. Farið verði í bestun í öllum innkaupum borgarinnar og að m.k. 10% hagræðingu verði náð.
  6. Allar þessar aðgerðir komi til með að liggja til grundvallar fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2019.