Samkvæmt fréttum ytra er nú rætt um að Trump náði þrjú börn sín og tengdason, lögmann sinn Rudy Giuliani og sjálfan sig. Ekki er að fullu vitað fyrir hvaða glæpi, en Trump er sagður óttast ákærur eftir 20. janúar, meðal annars fyrir skattsvik og brot í embætti.
Þetta er úr frétt í Fréttablaðinu.
Óvíst er hvort forseti geti náðað sjálfan sig en aldrei hefur reynt á það. Richard Nixon taldi stjórnarskrá Bandaríkjanna veita heimild til sjálfsnáðunar, en beitti henni þó ekki á leið sinni úr Hvíta húsinu eftir Watergate-hneykslið. Eitt af fyrstu embættisverkum næsta forseta, Geralds Ford, var hins vegar að náða Nixon.