Davíð Oddsson í leiðara dagsins: „Það varpast eins og ósjálfrátt óblíðar myndir á hina ósýnilegu veggi. Þannig hefur mikið verið rætt um þrjár milljónir flóttamanna sem Erdogan geymi innan girðinga fyrir Evrópusambandið. Hvað gerist ef pestin berst þangað? Milljónir á þröngu svæði, án helstu nauðsynja hins daglega lífs? Þar þýðir lítið að segja fólki að þvo sér um hendurnar. Þar eru engir Gvendarbrunnar eða spritt. Þar er enginn annar kostur á að einangra óboðinn vírus en sá að loka milljónirnar inni með honum.“
„Og þar getur enginn bjargað sér með því að láta skíðaferð á móti sér,“ bætir hann við.