- Advertisement -

Vill lög gegn hringamyndunum

„…það þarf að breyta samkeppnislögum þannig að svona hringamyndun verði ekki til á Íslandi. Þannig endaði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stutta ræðu á Alþingi í gær.

Tilefnið var að Samkeppniseftirlitið hefur staðfest kaup Festi á öllum hlutum í Kaupási.

„Ef einhver kannast ekki við fyrirtækið Festi hf. hét það áður Bekey, ef það segir einhverjum eitthvað. Festi hf. er eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja eins og segir, með leyfi forseta, á heimasíðu Kaupáss. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Fyrir þá sem ekki vita er SÍA II náskyldur ættingi SÍA I sem á stóran hlut í Högum. Einkafjárfestar eru með 26% eignarhlut, lífeyrissjóðir með 32%, tryggingafélög og sjóðir með 15% eign í félaginu,“ sagði þingmaðurinn.

Og í lok ræðunnar sagði Þorsteinn: „Nú efast ég ekki um að það góða starfsfólk sem er í Samkeppniseftirlitinu hafi byggt úrskurð sinn á gildandi lögum, ég efast ekki um það. Það bendir hins vegar til þess í mínum huga að breyta þarf gildandi lögum  það þarf að breyta samkeppnislögum þannig að svona hringamyndun verði ekki til á Íslandi.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: