- Advertisement -

Vill leggja í stríð við hina fátæku


Bjarni lagði á sama tíma út í stórátak til að njósna um öryrkja.

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar:

Fyrsta verk Bjarna sem fjármálaráðherra 2016 var að draga úr umfangi skattarannsókna þótt vitað væri að kerfisbundin skattrannsókn á stærstu fyrirtækjunum og auðugustu einstaklingunum borgar sig ekki bara heldur skilar ríkissjóði miklumtekjum, enda er talið að ríkasta fólkið stingi undan skatti um 1/3 af tekjum sínum. Bjarni lagði á sama tíma út í stórátak til að njósna um öryrkja, vegna sannfæringar sinnar um óheiðarlegt fólk sem vildi koma ár sinni vel fyrir borð reyndi að ljúga sig inn á örorkubætur þótt það stundaði á sama tíma stórfelldan atvinnurekstur. Þriggja ára þrotlausar rannsóknir fjölda fólks skilaði því að líklega hafði einn maður austur á landi látið hjá líða að tilkynna tekjur sem hann hafði haft af því að gæta tveggja hunda dagpart tvisvar í viku.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Nær væri að setja svona hnapp á vef Kauphallarinnar, hjá Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og slíkum stöðum.

Á síðu Tryggingastofnunar ríkisins er sérstakur hnappur fyrir fólk að ýta á ef það telur sig gruna að öryrkinn í næsta húsi sé að draga sér örorkubætur án þess að eiga rétt á þeim, eins og öryrkjar séu ekki fátækt fólk með miklar byrðar af sjúkdómi sínum og fötlun, heldur skipulögð glæpastarfsemi. Nær væri að setja svona hnapp á vef Kauphallarinnar, hjá Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og slíkum stöðum þar sem líklegt er að hin ríku eigi erindi, það er fólkið sem er veldur ríkissjóði mestum skaða með svikum. En Bjarni ætlar í engar slíkar aðgerðir og ekki að efla skattrannsóknir heldur ætlar hann í enn eina herferðina gegn fátæku fólki og öryrkjum.

En Bjarni ætlar í engar slíkar aðgerðir og ekki að efla skattrannsóknir heldur ætlar hann í enn eina herferðina gegn fátæku fólki og öryrkjum.

Grey maðurinn hefur aldrei hitt fátækt fólk og allt þetta tal um fátækt er að gera hann sturlaðan. Er þetta fólk til? hugsar Bjarni, er þetta ekki allt ein stór lýgi? Hvernig stendur á að allir þessir peningar Tryggingastofnunar renni til fólks, sem ég hef aldrei séð? Enginn vina minna eða ættingja myndi niðurlægja sig við að sækja einhvern 200 þúsund kall á mánuði í TR. Hvaða fólk er þetta eiginlega, er það ekki bara einhver skáldskapur? Verðum við ekki stoppa þetta?

Aðferð Bjarna er ekki að lýsa yfir stríði gegn fátækt með því markmiði að útrýma fátækt. Hann vill leggja í stríð við hina fátæku, sannfærður um að hann muni sanna að þau eru bara alls ekkert fátæk. Í veröld Bjarna er enginn fátækur, fólk lýgur upp á sig fátækt, en í raun er bara enginn fátækur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: