Alþingi „Við höfum verið að tala um kynjaða fjárlagagerð og slíka hluti. Það gæti oft verið mjög áhugavert að skoða líka landsbyggðartengda fjárlagagerð. Það gæti verið mjög áhugavert,“ sagði þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki, þegar hann talaði um rekstrarvanda SÁÁ og boðaða lokun göngudeildar á Akureyri, heimabæ þingmannsins.
Njáll Trausti vill að Alþingi hafi meira að segja um hvernig þeim peningum sem veittir eru úr ríkissjóði sé varið. Ef svo væri hefði þingið getað gert SÁÁ að halda opinni göngudeild á Akureyri.
„…hvort sem það eru ohf., samtök úti í bæ eða aðrar stofnanir sem við deilum út fjármagni til í gegnum fjárlög, við förum í gegnum þessa vinnu í fjárlögum, að ríkið sé með betur skilgreint hvaða þjónustu eigi að veita fyrir fjármagnið sem veitt er í fjárlögum. Ég hefði viljað sjá það.“