- Advertisement -

Vill lægri húsaleigu hjá Félagsbústöðum

Sanna Magdalena vill að leigan taki mið af tekjjum leigjenda. Meirihlutinn sagði nei.

Meirihljuti Dags felldi tillögu Sönnu um lægri og viðráðanlegri húsaleigu hjá Félagsbústöðum.

Sanna Magdalena, borgarfulltrúi Sósílalista, lagði fram tillögu, í borgarráði í gær, þar sem hún lagði til að leiguverð hjá Félagsbústöðum tæki mið af tekjum leigjenda. Að leigan yrði aldrei hærri en sem nemur tuttugu prósentum af ráðstöfunartekjum leigjenda. Meirihlutinn greip í handbremsuna og sagði nei. Hafnaði tillögunni.

Sanna Magdalena segir í bókun með tillögunni: „Margir leigjendur Félagsbústaða ráða nú þegar ekki við leiguverð hjá Félagsbústöðum þrátt fyrir sérstakan húsnæðisstuðning sem kemur til lækkunar leigunnar. Tillagan um lækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum var lögð fram til að tryggja að leiguverð yrði aldrei hærra en 20% af ráðstöfunartekjum og var miðað við núverandi grunnlífeyri. Einnig var lagt til að ef slíkt leiddi einhvertímann til hækkunar leigunnar skyldi tekið mið af því að viðkomandi réði ekki við þá hækkun. Tillagan var liður í því að fjarlægja félagslega kerfið frá markaðsvæðingu Félagsbústaða hf. Leigan ætti að vera föst upphæð sem er ekki háð tekjutengdum skilyrðum þar sem húsnæðisstuðningur er háður ýmsu og skerðist auðveldlega við lítilvægar breytingar. Leiguverð ætti að vera föst upphæð sem einstaklingar ráða við og lýsi ég því yfir vonbrigðum með að tillagan hafi ekki verið samþykkt.“

Borgarráðsfulltrúar meirihlutaflokkannan fjögurra, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, voru á einu máli og þverneituðu tillögu Sönnu Magdalenu. Þau lögðu fram þessa bókun:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ný aðferð við að reikna út leigu Félagsbústaða tók gildi í byrjun árs 2017. Samhliða því tók gildi breyting á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Markmiðið með sérstökum húsnæðisstuðning er að tryggja það að einstaklingar greiði ekki meira en 25% af tekjum sínum í leigu skv. viðmiðum velferðarráðuneytisins. Ekki er því um fasta krónutölu að ræða enda er sérstakur húsnæðisstuðningur hugsaður sem einstaklingsbundinn stuðningur sem tekur mið af tekjum, fjölskyldustærð og félagslegum aðstæðum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: