Greinar

Vill koma böndum á húsnæðismarkaðinn

By Miðjan

January 13, 2019

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, skrifar að venju vikupistil á vefsíðu ASÍ.

Hún skrifar meðal annars um húsnæðismálin:

„Húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið og til mikils að vinna að ná að snúa þeirri þróun við að markaðurinn hafi það í hendi sér hversu mikið er byggt, fyrir hverja og hver kostnaðurinn af húsnæði sé. Nú nýtum við vonandi tækifærið til að laga það sem betur má fara í almenna íbúðakerfinu. Lækkum byggingar- og vaxtakostnað og fjölgum góðum íbúðum á sæmilegu verði til að styðja við félagslegar lausnir. Þetta er eitt stærsta mannréttindamálið á Íslandi í dag. Það er löngu kominn tími til að húsnæðismarkaðurinn hirði ekki allar launahækkanir sem samið er um.“