„Hinn heimskunni bandaríski fjárfestir, Warren Buffett, hefur tilkynnt að félag hans muni selja öll hlutabréf sín í fjórum bandarískum flugfélögum og segir að veröldin hafi breytzt,“ skrifar Styrmmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri á vefsíðu sína, styrmir.is.
„Fyrr á þessu ári seldi Buffett öll hlutabréf í dagblöðum,“ skrifar Styrmir.
Styrmir heldur áfram: „Þessi ákvörðun Buffetts þýðir að hann hefur ekki trú á því að flugfélög nái fyrri stöðu, m.ö.o. að hann telur að mjög muni draga úr ferðalögum fólks á milli landa eftir kórónuveiruna.
En eins og kunnugt er hafa hlutabréfamarkaðir um allan heim fallið mjög á þessu ári. Hér heima hafa engar upplýsingar komið fram um hvaða áhrif það hafi haft á stöðu íslenzkra lífeyrissjóða, sem á seinni árum hafa fjárfest töluvert í bæði innlendum og erlendum félögum og eru orðnir stærstu eigendur í mörgum félögum, sem eru skráð á markaði hér.
Þessi ákvörðun Buffetts er vísbending um að viðskiptalífið um heim allan kann að taka miklum breytingum á næstu árum. Þær atvinnugreinar, sem hafa verið taldir vænlegir fjárfestingarkostir á undanförnum árum, teljist það ekki lengur.
Það eru því ekki bara samfélögin sem heild, sem munu taka breytingum í kjölfar veirunnar, heldur einstakir stórir þættir þeirra eins og viðskiptalífið.“
Fyrirsögnin er Miðjunnar.