Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að haldið verði áfram að selja Íslandsbanka. Í Moggagrein skrifar hún:
„Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að stjórnmálin missi ekki móðinn nú í því verkefni að halda áfram að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ríkið er langt því frá gæðastimpill á að fyrirtæki gangi betur en í einkageiranum. Í bankastarfsemi þarf ekki að leita lengra en til samfélagsbankans Íbúðalánasjóðs til að minna okkur á að ríkisrekstur getur verið hrikalegur þótt fallegur hugur liggi eflaust að baki.“
Er ekki rétt munað að ákvarðanir stjórnmálafólks hafi í raun slátrað Íbúðalánasjóði?
„Prinsipp málsins um að losa ríkið af áhættusömum fjármálamarkaði stendur í mínum huga óhaggað og mikilvægt að við höldum áfram á þeirri mikilvægu vegferð eftir að hafa lagað dekkið sem sprakk og dregið nauðsynlegan lærdóm af því sem betur hefði mátt fara,“ skrifaði Hildur í Moggann í dag.