- Advertisement -

Vill fleiri „ríki“ í Reykjavík

- það myndi bæta innkaupa- og ferðamynstur Reykvíkinga, segir forseti borgarstjórnar

„Með heppilegri staðsetningu áfengisverslana á vegum almannavaldsins og mögulegri fjölgun verslana þar sem við á má spara aukaferðir í vínbúðina og stuðla að bættu innkaupa- og ferðamynstri borgarbúa.“

Þannig bókaði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og borgarráðsfulltrúi VG, á síðasta fundi ráðsins. Líf segir þetta, „…háð markvissri stefnu í skipulagi borgarinnar og góðu samstarfi við ríkisvaldið og kallar ekki á breytt rekstrarform við sölu áfengis. Þá verður að telja líklegt að sala áfengis í matvöruverslunum með öllu sem henni fylgir auki ekki aðeins neyslu á áfengi og grafi undan góðum árangri í áfengisvörnum heldur styrki enn frekar stöðu stórverslana á jaðarsvæðum sem draga að sér viðskiptavini á bílum um langan veg á kostnað smærri verslana inni kjörnum hverfa. Almenn og mikilvæg lýðheilsusjónarmið styðja óbreytt rekstrarform við sölu á áfengi enda eru þorri umsagnaraðila og meirihluti þjóðarinnar andsnúin frumvarpi um áfengi í búðir.“

Halldór Auðar Svansson Pírati, og samstarfsmaður VG í meirihlutanum, blandaði sér í málið með bókun, þar sem segir meðal annars. „Ekki skal alfarið dregið úr nauðsyn þess að viðhalda góðum árangri í forvarnarstarfi en að sama skapi er engan veginn loku fyrir það skotið að það sé mögulegt að viðhalda honum með einkasölu áfengis ásamt stýringu á fjölda og staðsetningu þeirra verslana sem hafa heimild til að selja það.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: