- Advertisement -

Vill fjárfestingarbanka loftslagsmála

Það á einnig við um Seðlabanka Íslands.

„Getur fjármálakerfið verið grænt? Já, heldur betur. Ég ætla að höggva í sama knérunn og ég hef gert áður og ræða um hvort við eigum ekki að nýta okkur betur þá stöðu sem uppi er varðandi eignarhald ríkisins á bönkum,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé á Alþingi í gær.

„Fjármálakerfið sjálft er þegar farið að þróast í þá átt að taka tillit til fleiri þátta en bara arðsemiskrafna þegar kemur að útlánum, það er farið að huga kolefnisjöfnun og því að lána sérstaklega í slíka starfsemi. Við sjáum þetta í Norræna fjárfestingarbankanum og víðar og við sjáum hreyfingar víða um heim í þá átt að seðlabankar huga nú líka að fjármálakerfinu á þessum nótum. Það á einnig við um Seðlabanka Íslands. Á meðan við sinnum þessum mikilvægu störfum okkar hér, eins og víða um heim þar sem tekist er á við verkefni dagsins, gleymum við okkur kannski örlítið í þeim sem eru mikilvæg og stór núna. Þá gleymum við kannski því stóra verkefni sem er loftslagsváin, sem við þurfum öll að takast á við. Þar þurfum við allar hendur á dekk. Þar þurfum við að nýta öll þau tæki sem við höfum sem samfélag. Þar er fjármálakerfið svo gríðarlega mikilvægt,“ sagði þingmaðurinn og hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þess vegna hef ég talað fyrir því í ræðu og riti og áður í þessum ræðustól, forseti, að við nýtum þá stöðu sem uppi er varðandi eignarhald á fjármálakerfinu. Við verðum að vera óhrædd við að horfa á alveg nýjan hátt á hvernig við skipum málum þar. Við gætum komið upp fjárfestingarbanka loftslagsmála, við gætum skipt upp núverandi bönkum sem yrðu sérstaklega nýsköpunarsjóðir í átt að loftslagsvænni framleiðslu og aðgerða á allan hátt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: