- Advertisement -

Vill fimmfalda gjald af áfengi

Steingrímur J. Sigfússon er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem gert er ráð fyrir að í stað eins prósents gjalds af áfengi til lýðheilsusjóð verði hækkað í fimm prósent. Í áföngum.

„Eins og málum er nú háttað ber lýðheilsusjóði eitt prósent af innheimtu áfengisgjaldi ár hvert og því um takmarkað fjármagn að ræða sem sjóðurinn getur úthlutað árlega til almennra lýðheilsu- og forvarnaverkefna. Jafnframt er ljóst að hækkun í þrepum upp í fimm prósent af innheimtu áfengisgjaldi mundi styrkja sjóðinn umtalsvert og auka getu hans til að efla lýðheilsu- og forvarnastarf að því marki að vænta mætti betri árangurs á þessum mikilvæga vettvangi.“

Þeir sem leggja fram frumvarp um sölu áfengis í almennum verslunum vilja auka framlög til lýðheilsu.

Í greinargerð Steingríms segir um þetta: „Afdrif þeirra þingmála sem flutt hafa verið til þessa benda til þess að meiri hluti þingmanna hafi jafnan verið svo vel að sér um þau margháttuðu vandkvæði sem áfengisneysla getur haft fyrir neytendur og samfélagið í heild að þeir hafi viljað forðast allar breytingar í þá veru að auka neyslu þessa útbreidda vímugjafa. Óskandi er að svo verði einnig framvegis. Frumvarpið mætir enda yfirgnæfandi andstöðu þeirra sem fyrr og nú hafa sent Alþingi umsagnir um málið og virðist sú andstaða sem og andstaða almennings fara vaxandi.“

Meðflutningsmenn Steingríms eru; Elsa Lára Arnardóttir, Oddný G. Harðardóttir, Smári McCarthy.

 Hér er frumvarp Steingríms.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: