Stjórnmál

Vill helst fá kristna flóttamenn

By Miðjan

March 10, 2021

„Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að leggja áherslu á að fá hingað kristna flóttamenn vegna þess að þeir eru ofsóttustu flóttamennirnir í heiminum. En ég veit til þess að meiri hluti þeirra sem koma hingað sem flóttamenn er ekki kristinn, sem dæmi. Það er nokkuð sem við ættum að laga,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki í þingræðu.

„Ég vil hvetja hæstvirtan félagsmálaráðherra, vegna þess að hann hefur stórt hjarta fyrir þessum málaflokki, að beita sér sérstaklega fyrir því að við tökum á móti kristnum flóttamönnum vegna þess að þeir eru ofsóttir. Og það eru öll gögn sem sýna það að þeir eru ofsóttustu flóttamennirnir í heiminum.“