Vill ekki verða ritari flokksins
Brynjar Níelsson, sem vissulega vildi verða dómsmálaráðherra vill alls ekki taka við af Áslaugu Örn sem ritari Sjálfstæðisflokksins.
„Sá frétt á Hringbraut um að ég myndi verða annað hvort ritari Sjálfstæðisflokksins eða formaður utanríkismálanefndar. Veit ekki hvernig sú frétt varð til en hún byggist allavega ekki á samtölum við mig. Fyrr lægi ég dauður en að taka að mér starf ritara og tæplega með meðvitund samþykkti ég að verða formaður utanríkismálanefndar,“ skrifaði Brynjar á Facebook.