- Advertisement -

Vill ekki hafa fólk á götunni – samt er fólk sem á hvergi höfði sínu að halla

Guðmundur Ingi og Arndís Anna.

„Mér heyrist á hæstvirtum ráðherra að hann telji ekki að þetta sé mikið vandamál: Það er verið að skoða þetta, það er verið að vinna þetta í ráðuneytinu. Mig langar til þess að minna hæstvirtan ráðherra á að það er fólk sem er á götunni í þessum töluðu orðum, einhverjir tugir einstaklinga,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati.

Áður hafði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sagt:

„Ef einstaklingur bankar upp á þá ber sveitarfélaginu að taka málið fyrir og afgreiða það. Það er síðan spurning með hvaða hætti sveitarfélag afgreiðir það. Ráðuneyti mínu er ekki kunnugt um að það hafi neinn einstaklingur hingað til leitað til félagsþjónustu sveitarfélaganna. En ég hef líka sagt það að við ætlum ekki að hafa fólk á götunni. Það var ekki meiningin með þeirri lagasetningu sem hér fór fram.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Arndís Anna: „Því langar mig til að spyrja: Hyggst hæstvirtur ráðherra láta hjálparsamtök úti í bæ sjá um að halda þessu fólki lifandi á meðan unnið er að byggingu fangelsisins eða hvaða lausna sem hann hyggst koma með á þessu? Hæstvirtur ráðherra segir hér: Við ætlum ekki að hafa fólk hér á götunni. Það er fólk hér á götunni. Ætlar hæstvirtur ráðherra einfaldlega að firra sig ábyrgð og bíða eftir því að sveitarfélögin taki við þessu? Ætlar hann að láta þetta hvíla á hjálparsamtökum úti í bæ sem hafa ítrekað haft samband við hæstvirtur ráðherra með símtölum og tölvupóstum sem hæstvirtur ráðherra svarar ekki? Það nægir ekki að mæta á einhvern opinn fund og segja sömu tugguna og kom fram í einhverjum ræðum hérna í mars. Hyggst hæstvirtur ráðherra ekki eiga neitt samtal við hjálparsamtök umfram þennan fund sem átti sér stað?“

„Ég nefndi það hér áðan að við viljum ekki hafa fólk á götunni, það er stóra málið. Það er verið að vinna að lausnum hvað það varðar. En ég ítreka að gildandi lög í landinu eru einfaldlega þannig að leiti einstaklingur til dvalarsveitarfélags, útlendingur í þessari stöðu, þá ber sveitarfélaginu að taka mál viðkomandi einstaklings fyrir. Þannig eru lögin í landinu sem háttvirtur þingmaður kallaði hér tuggu áðan,“ sagði ráðherrann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: