„Sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga fylgdi einnig barátta fyrir íslenskum fána,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki, en hann flytur frumvarp um íslenska fánann og skjaldarmerki Íslands.
„Hann er því táknmynd sjálfstæðisbaráttu okkar og fullveldis. Það er vel við hæfi að við gerum fánann okkar sýnilegri á byggingum hinna þriggja arma ríkisvaldsins, auk bygginga forseta Íslands. Með því að flagga alla daga ársins á Alþingishúsinu, á Stjórnarráðsbyggingunni, byggingu Hæstaréttar Íslands auk bygginga forseta Íslands aukum við veg fánans og sýnum honum meiri virðingu, sömu virðingu og við sýnum landi okkar, náttúru og menningu,“ sagði Birgir í þingræðu.