„Nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna vill hrinda í framkvæmd hugmynd sem margir hafa sett fram um „alheimsfyrirtækjaskatt“. Lengi hefur verið talað um þetta og skatturinn eigi að greiðast, þar sem hagnaðurinn verður til. Hugmynd Janet Yellen virðist ekki ganga út á það, heldur bara að lágmark verði sett á fyrirtækjaskatt,“ skrifar Marinó G. Njálsson á Facebooksíðu sína.
„Enn ræðir enginn um það hve hár þessi skattur eigi að vera, en mér býður grunur að hann verði í lægri kantinum og jafnvel ekki nema 10%. Þessi skattur þyrfti hins vegar að vera minnst 20% og helst ekki undir 25%. Einnig þarf að krefja fyrirtæki um að greiða skattinn í hverju landi fyrir sig, í hlutfalli við þá veltu/starfsemi sem er í hverju landi. Þannig verði komið í veg fyrir að hægt sé að búa til gervireikninga til að flytja hagnað á milli landa. Slíkt myndi einnig draga úr vægi skattalegrar heimilisfestu fyrirtækja, þ.e. hvar höfuðstöðvarnar eru staðsettar, því skattur af framleiðslu í Bangladesh eða Kína yrði greiddur þar, en á Marshall-eyjum eða Delaware.
Ég er nokkuð viss um, að þegar til kemur, það endi þetta í útvatnaðri niðurstöðu og skattaskjólin í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum fá áfram að vera skattaskjól,“ skrifar Marinó.