- Advertisement -

Vill að staðið verði við gefin fyrirheit

Borgarbúar lesa eitt en upplifa annað. Það er mikilvægt að byggja upp traust.

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki bókaði finnur að því að ekki hefur verið staðið við lofuð fyrirheit. Það er að dregist hefur framkvæma að frá síðustu áramótum átti hver barnafjölskylda að greiða námsgjald aðeins fyrir eitt barn. Breytingarnar hafa enn ekki orðið.

„Í umsögn skóla- og frístundasviðs kemur fram að ekki liggi fyrir endanleg útfærsla á samþykkt borgarstjórnar um að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Í meirihlutasáttmálanum stendur að slíkt fyrirkomulag hafi átt að taka gildi frá og með áramótum 2019. Það er ekki komið í gegn nú í lok mars 2019. Skiljanlegt er að slíkt taki tíma að útfæra en fulltrúi Sósíalistaflokksins telur þá eðlilegt að barnafjölskyldur sem hafa greitt fleira en eitt námsgjald fyrir börn sín í leik- og grunnskólum borgarinnar fái endurgreitt það sem þær hafa greitt umfram eitt námsgjald frá og með 1. janúar 2019 eða verði í það minnsta upplýst um stöðu mála. Borgarbúar lesa eitt en upplifa annað og það er mikilvægt að byggja upp traust, ef ekki er hægt að standa við það sem sagt er væri a.m.k. hægt að upplýsa um af hverju slíkt er ekki orðið að veruleika,“ segir í bókun Sönnu í borgarráði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: