„Ef að ríkislögreglustjóri veit af spillingu innan lögreglunnar ber honum skylda til þess að tilkynna slíkt. Mér finnst því vel skoðandi að hann komi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og skýri orð sín,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verðandi formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.