- Advertisement -

Vill að Bjarni rifi seglin og fækki ríkisstarfsfólki og það sem fyrst

Hið op­in­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, verður að grípa til aðgerða til að draga úr um­svif­un­um, þar með talið að fækka starfs­fólki.

„Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið birti í gær töl­ur um þróun fjölda starfs­manna og launa­greiðslna hjá rík­inu og er óhætt að segja að hún sé áhyggju­efni. Í mars árið 2019 voru stöðugildi hjá rík­inu 17.641 en þrem­ur árum síðar voru þau orðin 19.262. Á þess­um þrem­ur árum fjölgaði því um 1.621 starfs­mann eða rúm 9%,“ segir í leiðara Moggans í gær.

„Í um­fjöll­un ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að stærst­ur hluti þess­ar­ar fjölg­un­ar sé í heil­brigðis- og mennta­kerf­inu, en þar eru líka lang­flest­ir starfs­menn rík­is­ins. Fjölg­un­in al­mennt hjá rík­inu er sögð að nokkru leyti tíma­bund­in og sögð tengj­ast kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, sem má telj­ast um­hugs­un­ar­vert að hafi enn telj­andi áhrif á fjölda rík­is­starfs­manna í mars á þessu ári,“ skrifar Davíð.

„Þá er bent á að um mitt ár í fyrra tók gildi „betri vinnu­tími í vakta­vinnu“ eins og það er orðað, en vinnu­vika þeirra sem séu á vökt­um hafi styst úr 40 klukku­stund­um í 36 klukku­stund­ir á viku. Þetta hafi þýtt fjölg­un stöðugilda, en eins og fram hef­ur komið gengu rík­is­stofn­an­ir mun lengra í að stytta vinnu­vik­una en ástæða var til. Stóri vand­inn er þó sá að vinnu­vik­an hafi verið stytt því að hvorki at­vinnu­lífið né ríkið, hvað þá sveit­ar­fé­lög­in, hafa með góðu móti getu til að standa und­ir stytt­ingu vinnu­viku á sama tíma og um­sam­in laun hafa hækkað veru­lega. Þetta voru mis­tök við gerð kjara­samn­inga og al­gert of­mat á getu at­vinnu­lífs­ins til að standa und­ir svo hratt vax­andi lífs­gæðum, því að staðreynd­in er sú að það er á end­an­um at­vinnu­lífið sem þarf að skapa þau verðmæti sem greidd eru í laun, hvort sem það er í einka­geir­an­um eða hinum op­in­bera.

Ríkið stend­ur nú frammi fyr­ir því að um­svif þess eru orðin of mik­il, hvort sem horft er á fjölda starfs­manna eða út­gjöld í krón­um, en þetta fer vita­skuld mjög sam­an. Staða sveit­ar­fé­lag­anna, einkum þess stærsta, er enn verri að þessu leyti. Ljóst má vera að snúa verður af þess­ari braut eigi ekki illa að fara. Hið op­in­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, verður að grípa til aðgerða til að draga úr um­svif­un­um, þar með talið að fækka starfs­fólki. Fjölg­un upp á 9% á þriggja ára tíma­bili er nokkuð sem aug­ljós­lega geng­ur ekki upp og verður að vinda ofan af.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: