- Advertisement -

Vilji til að viðhalda fátækt

Styrmir Gunnarsson skrifar fína grein í Moggann. Styrmi dreymir um að fátækt á Íslandi verði útrýmt.

Eftir lestur vikulegrar greinar Styrmis Gunnarssonar er niðurstaðan sú að hér sé vilji til að viðhalda fátækt. Ekki til að út­rýma fá­tækt á Íslandi eins og Styrmir segir.

Engum dylst að Bjarni Benediktsson hefur mestu völdin. Ekkert bendir til annars en að svo verði áfram. Hann er stuðningsmaður áframhaldandi fátæktar. Viljandi eða óviljandi. Fátæku fólki er sama hvort er. Hvoru tveggja er vont. Bjarni horfir til ríkasta fólksins og öflugustu fyrirtækjanna í núverandi ástandi. Og segir að fátækum komi afleiðingar kórónuveirunnar bara ekkert við. Hold kjæft og hana nú.

Styrmir er ekki sammála Bjarna. „Slík­ar efna­hagsaðstæður munu herða mjög að því fólki, sem veik­ast er fyr­ir að óbreyttu. Sá þjóðfé­lags­hóp­ur hef­ur að veru­legu leyti horfið í skugg­ann af öðrum þjóðfé­lags­mál­um og átök­um. Þeir stjórn­mála­flokk­ar, sem voru stofnaðir til að berj­ast fyr­ir hags­mun­um þeirra, hafa horfið af vett­vangi og arf­tak­ar þeirra gleymt þeim rót­um sín­um.“

Fátækt er vond og samfélaginu til skammar. Við sem höfum reynt fátækt vitum um hvað við erum að tala. Svo er ekki með alla.

Þarna hittir Styrmir svo sannarlega naglann á höfuðið. Fátækasta fólkið á enga talsmenn á Alþingi. Flokkar þess fóru annað.

Meðan núverandi staða er og verður í íslenskum stjórnmálum eiga fátækir enga málsvara. Nema kannski í allra minnsta þingflokknum, það er í Flokki fólksins. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins tryggir að Bjarni ráði næstu árin. Kannski ekki með VG og Framsókn. Þá bara einhverjum öðrum. Allir virðast vilja í fang Bjarna. Fátæku fólki til ama.

Fátækt er vond og samfélaginu til skammar. Við sem höfum reynt fátækt vitum um hvað við erum að tala. Svo er ekki með alla.

Styrmir á sér draum, sem ekki rætist: „Og þar sem nán­ast er hægt að slá því föstu að erfiðir tím­ar séu fram und­an er ástæða fyr­ir þá, sem á annað borð hafa áhuga á að eyða í eitt skipti fyr­ir öll fá­tækt á Íslandi (og í þeim hópi er sá fjöldi útigangs­manna, sem enn er til staðar í næsta ná­grenni við okk­ur öll), að taka hönd­um sam­an, hvar í flokki sem þeir standa, til þess að und­ir­búa aðgerðir í þá veru.“

Ekki er einn einasti vilji til að þetta nái eyrum ráðafólks. Ekki einn möguleiki. Fátæka vantar ekki bara að rödd þeirra heyrist. Fátæka vantar mikið, mikið meira. Fátækir eiga enga möguleika á þessu kjörtímabili og ekki á því næsta. Fátækir eru utangarðs í stjórnmálunum.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: