- Advertisement -

Vilji ríkisstjórnarinnar „að gera ekki neitt í hjúkrunarheimilum“ og ólund Svandísar

Við erum ekki sjálfkrafa stimpilpúði hér inni.

„Ég tek eftir því að það er einhver ólund í ráðherraliðinu síðustu daga, sérstaklega í hæstv. heilbrigðisráðherra sem beinir spjótum sínum að stjórnarandstöðunni. Ég tek undir það að stjórnarandstaðan er ólíkir flokkar en hún hefur ekki farið í þann gamalkunna farveg flokks Vinstri grænna, og forsætisráðherra m.a., að ala á óöryggi, óvissu og tortryggni á tímum sem þessum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í gær.

„Miklu heldur höfum við einmitt reynt að styðja við aðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir fremsta megni og auðvitað leiðrétta dellumakarí sem þeim verður á eins og gengur og gerist. Við erum ekki sjálfkrafa stimpilpúði hér inni. En ólundin, og við verðum að skilja það, beinist líka að hennar eigin samherjum innan ríkisstjórnarinnar, m.a. gagnvart stærsta flokknum, Sjálfstæðisflokknum, sem er ekki alltaf með henni í liði. Þó verður að segjast eins og er að það verður erfitt fyrir hæstvirtan heilbrigðisráðherra að kenna Sjálfstæðisflokknum um vanda hjúkrunarheimila. Það er gamalkunnur vandi. Auðvitað vill eldra fólk hafa áhrif á eigið líf. Það vill hafa fjölbreytt úrræði, alls konar úrræði, til þess að þjónusta einmitt þann fjölbreytta hóp sem eldri borgarar eru. En vandi hjúkrunarheimila er gamall,“ sagði Þorgerður og varði dyggilega sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn.

Þorgerður Katrín skipti um gær og beindi spjóti sínu ekki síst að Sjálfstæðisflokki:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Og heilbrigðisráðherra sem fær allt samþykkt af Sjálfstæðisflokknum, hvort sem það er að senda fólk út í liðskiptaaðgerðir eða senda skimanir úr landi, þetta samþykkir Sjálfstæðisflokkurinn allt saman, getur ekki verið að kvarta undan samherjum í ríkisstjórn hvað þetta varðar. Þegar kemur að hjúkrunarheimilunum þá samdi heilbrigðisráðherra beinlínis við aðra stjórnarflokka, bæði í fjárlögum og í fjármálaáætlun, um að gera ekki neitt í hjúkrunarheimilum. Það er algerlega óboðlegt. Þetta er vandi sem verður að takast á við núna og það verður heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin að horfast í augu við.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: