- Advertisement -

Viljandi fúsk eða bara klassískt klúður

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

„Sigríði var tilkynnt þetta í dag og sú ástæða gefin að ósk Sigríðar hefði komið fram of seint.“

„Sigríður segir að ríkislögmaður, sem heldur uppi vörnum fyrir íslenska ríkið, hafi óskað eftir yfirlýsingu frá sér. Sjónarmið sín komist því að einhverju leyti til skila í gegnum þá yfirlýsingu.“

Nýjar fréttir daglega.

miðjan.is

Þetta tvennt er mjög áhugavert. Eina rökrétta ástæðan fyrir svona bulli er að Sigríður hafi viljandi beðið of seint um aðra yfirlýsingu en þá sem fór í gegnum ríkislögmann.

„Þegar ég sá greinargerð stefnanda í málinu ef svo má að orði komast, sem ég sá ekki fyrr en undir lok desember.“

Ríkislögmaður lét SÁA vita, væntanlega mjög tímanlega til þess að gefa þá yfirlýsingu. Varla gerði SÁA það án þess að vita hverju væri verið að svara? Samt vill hún bæta við annarri yfirlýsingu, of seint, sem hún hlýtur líka að vita.

Eina ástæðan fyrir því að biðja um auka yfirlýsingu og fá höfnun er að búa til tortryggni yfir málsmeðferð yfirdeildarinnar. Að geta farið í þykjustuleik eftir á um að það hafi ekki mátt koma fram málsvörn og eitthvað svoleiðis bull … sem sést augljóslega í gegnum, miðað við þær upplýsingar sem koma fram í þessari grein.

Það vantar að fylla aðeins betur í tímalína, vissulega. Hvenær lét ríkislögmaður SÁA vita? Var það efnislega öðruvísi en eitthvað sem kom fram seint í desember? Vissi hún þá ekki hverju hún var að svara ríkislögmanni?

Ég meina, SÁÁ er lögfræðingur sem á að kunna allt um málsmeðferðarreglur og fyrrverandi dómsmálaráðherra sem ætti auðveldlega að vita hvenær í ferlinu hitt og þetta gerist. Þegar hún svarar seint þá hlýtur hún að vita að það sé mögulega ekki tekið til greina.

Er þetta þá viljandi fúsk eða bara klassískt klúður? Ég giska á viljandi en hitt kæmi mér ekkert á óvart.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: